Opus vín ehf

Planeta er einn þekktasti vínframleiðand í Sikiley. Þetta fjölskyldufyrirtæki hefur verið starfrækt síðan á 17. öld og er þekkt fyrir að blanda saman hefðbundnum ítölskum þrúgum við nútímalegar víngerðaraðferðir. Víngerðarteymi Planeta hefur stundað víngerð á frægustu vínhúsum heims í Burgundy héraði í Frakklandi. Planeta starfrækir vínframleiðslu á 5 ólíkum stöðum á Sikiley í fjölbreyttu loftslagi og jarðvegi og býður upp á einstakt úrval frábærra ítalskra vína. Hér má sjá dæmi um vín frá Planeta en ítarlegri upplýsingar á finna á heimasíðu Planeta www.planeta.it.

Altesino vínhúsið í Toskany hefur rætur að rekja aftur til 19. aldar og er heimsþekkt fyrir framleiðslu á vínum frá Brunello di Montalcino sem eru í hópi frægustu og virtustu vína á Ítalíu. Vínhúsið framleiðir margskonar vín en er hvað þekktast fyrir Brunello rauðvínin sem hafa fengið frábæra dóma um allan heim. Þar á meðal trónir á toppnum hið einstaka Montosoli sem er einnar ekru Brunello. Ítarlegri upplýsingar á finna á heimasíðu Altesinu www.altesino.it.

Nálgast má vörulista Opus vín hér.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á gulli@opusvin.is